1 Ár 2015, miðvikudaginn 25. mars, er í Félagsdómi í málinu nr. 8 /2015 Samtök atvinnulífsins f.h. Ríkisútvarpsins ohf. gegn Alþýðusambandi Íslands f.h. Rafiðnaðarsambands Íslands vegna Félags tæknifólks í rafiðnaði og Félags rafeindavirkja. kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta var dómtekið 25 . mars 2015. Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason , Guðni Á. Haraldsson, Lára V. Júlíusdóttir og Pétur Guðmundarson . Stefnandi er Samtök atvin nulífsins , Borgartúni 35, Reykjavík, fyrir hönd Ríkisútvarpsins ohf. Stefndu er u samkvæmt stefnu og greinargerð Alþýðusamband Íslands, Guðrúnartúni 1, Reykjavík, vegna Rafiðnaðarsambands Íslands , Stórhöfða 31, Reykjavík og Rafiðnaðarsamband Íslands vegna Félags tæknifólks í rafiðnaði og Félags rafeindavirkja. Dómkröfur stefnanda Stefnandi krefst þess að verkfall það sem Rafiðnaðarsamband Íslands boðaði með bréfi , dagsettu 17. mars 2015 , vegna starfsmanna Ríkisútvarpsins ohf. og koma á til framkvæmda 26. mars 2015, verði dæmt ólögmætt. Að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að mati dómsins. Dómkröfur stefndu Stefndu kref ja st a ðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda og að stefndu verði tildæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda að mati Félagsdóms. Til vara er þess krafist að málskostnaður falli niður verði stefndu ekki sýknaðir. Málavextir Helstu málavextir eru þeir að k jarasamningur aðila , sem gildir um kjör r afi ðnaðarmanna hjá Ríkisútvarpinu (RÚV) , r ann út hi nn 28. febrúar sl. Frá haustmánuðum 2014 hafa stefnandi og stefndi f.h. aðildarfélaga sinna átt í viðræðum vegna kröfu stefnda um gerð sérkjarasamnings vegna félagsmanna aðildarfélaga stefnda Rafiðnaðarsambands Íslands 2 ( RSÍ ) er starfa hjá RÚV. Bygg ja þær viðræður á bókun sem gerð var í desember 2013 í tengslum við framlengingu kjarasamnings aðila. Kröfugerð stefnda RSÍ , í formi draga að sérkjarasamningi við RÚV , v ar lögð fram á fundi með samni nganefnd stefnanda 2. desember 2014. Er þar krafist breytinga á ákvæðum um réttind i starfsmanna , auk þess sem jafnframt er gert ráð fyrir því að í nýjum sérkjarasamningi séu launaákvæði . Stefnandi kveður stefnda allt að einu hvorki hafa sett fram kröfur um laun eða launabreytingar á samningstímanum né hafi slíkt verið rætt á fundum aðila , þrátt fyrir milligöngu ríkissáttasemjara . Þessar i fullyrðingu stefnanda mótmæla stefndu og kveða kröfur, þar með taldar kröfur um breytingar á gildandi lágmarkskjörum og k rafa um gerð sérkjarasamnings, hafa legið fyrir frá upphafi viðræðna aðila. Í viðræðum aðila féllst stefnandi á að ger ður yrði sérsamningur um tiltekin réttindi félagsmanna aðildarfélaga stefnda RSÍ en ág reiningur var um form samningsins. Stefndi krafðist samnings án tengsla við aðalkjarasamning aðila. Um það hefur ekki náðst sátt. Samninganefnd stefnda vísaði deilunni til rík issáttasemjara 20. janúar 2015 og voru u ndir stjórn hans haldnir sex fundir þar sem aðilar ræddu breytingar til samræmis á réttindum og skyldum starfsmanna RÚV. Stefndi RSÍ ítrekaði jafnframt reglulega kröfur sínar um sjálfstæðan kjarasamning. Atkvæðagreiðsla um verkfall fór fram 13. - 17. mars meðal starfsmanna RÚV sem aðild eiga að stéttarfélögum innan stefnda RSÍ . Í stefnu er þess ge tið, að í stað þess að hvert stéttarfélag efndi til atkvæðagreiðslu og boðaði verkfall , hafi verkfall verið boðað af stefnda RSÍ eftir sameiginlega talningu atkvæða meðal félagsmanna hlutaðeigandi stéttarfélaga. Stefndu taka fram í greinargerð sinni, að hi n stefndu aðildarfélög RSÍ hafi, með sérstökum yfirlýsingum , framselt kjarasamningsumboð sín til RSÍ með öllum þeim réttindum og skyldum sem þeim fylgja samkvæmt lögum nr. 80/1938. Bréf þessi liggja frammi í málinu, dagsett 30. maí og 4. júní 2014. Verkfa ll var boðað með bréfi , dagsettu 17. mars 2015 , og á það að koma til framkvæmda í f yrsta sinn 26. mars næstkomandi og síðan eins og greinir í framlagðri verkfallsboðun. S tefnandi telur verkfallið ólögmætt. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi kveðst leggja mál þetta fyrir Félagsdóm með vísan til 1. töluliðar 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur. Stefnandi byggir kröfu sína um viðurkenningu á ólögmæ ti boðaðs verkfalls stefnd u í fyrsta lagi á því að stefndi R SÍ sé samband stéttarfélaga, nánar tiltekið heildarsamtök íslenskra rafiðnaðarmanna, sbr. 2. gr. laga sambandsins , og af þeim sökum sé því óheimilt að boða verkfall. Samkvæmt 14. gr. laga 80/1938 sé einungis stéttarfélögu m heimilt að boða verkföll og sé t æmandi talið í ákvæðinu hverjum sé heimilt að grípa til vinnustöðvunar. 3 Starfsmenn stefnanda RÚV eigi ekki beina aðild að stefnda RSÍ en þeir séu félagsmenn, annars vegar í Félagi tæknifólks í rafiðnaði og hins vegar í Félagi rafeindavir kja. Þessi tvö sté ttarfélög eigi aðild að stefnda RSÍ. Félögin séu fullgild stéttarfélög, fari sjálf með samningsumboð sitt en get i á grundvelli laga RSÍ , sjá 2 . mgr. 9., sbr. 10. gr. þeirra, og laga nr. 80/1938 framselt samningsumboð sitt og komið sameiginlega fram við sam ningsgerð. Stéttarfélögin fari aftur á móti sjálf með ákvörðun um boðun vinnustöðvunar , eins og boðað sé í 14. gr. laga nr. 80/1938. Stéttarfélögum sé óheimilt að framselja þetta vald sitt til sambanda stéttarfélaga. Þá sé stéttarfélögum einnig óheimilt að viðhafa sameiginlega atkvæðagreiðslu um verkfall með öðrum stéttarfélögum , enda geti niðurstaða um boðun vinnustöðvunar þá ráðist af afstöðu félagsmanna annars eða annarra félaga. Í lögum nr. 80/1938 sé sérstaklega kveðið á um heimild samninganefnda stétt arfélaga til að ákveða sameiginlega atkvæðagreiðslu um kjarasamni ng. Ekkert sambærilegt ákvæði sé í lögunum um atkvæða greiðslu um vinnustöðvun. Af því verði dregin sú ályktun að löggjafinn hafi ekki talið forsendur fyrir heimild til sameiginlegrar atkvæðag reiðslu um vinnustöðvun. Verði ekki fallist á ofangreindar málsástæður stefnanda , byggir hann á því að k röfur stefndu í kjaraviðræðum við stefnanda séu svo óljósar og ómarkvissar að þeim verði ekki framfylgt með vinnustöðvun. Samkv æmt 14. gr. laga nr. 80/1938 sé stéttarfélögum heimilt að óheimilt sé að boða vinnustöðvun nema kröfur hafi verið lagðar fram. Sa mkvæmt 3. mgr. 15 gr. laganna sé það jafnframt skilyrði að kröfur hafi verið settar fram með skýrum hætti. Kröfur þurfi að vera svo skýrar að viðsemjandi geti skilið þær og að leiða megi vinnustöðvun til lykta með því að fallast á þær. Ef krafist sé kjarasamnings með ákvæðum um lágmarkslaun og launabreytingar , sé það grundvallarforsenda vinnustöðvunar að kröfur þess efnis hafi komið fram. Lágmarksl aun myndi yfir 90% af launakostnaði kjarasamnings og liggi launakröfur ekki fyrir , sé gagnaðila ókleift að losna undan vinnustöðvun með því að fall ast á framlagðar kröfur. Stefndu hafi ekki í kjaraviðræðum við stefnanda lagt fram neinar launakröfur og ver ði því að telja kröfugerð hans svo óskýra að henni verði ekki framfylgt með vinnustöðvun. Sé v erkfallsboðun stefndu því ólögmæt. Krafa stefnanda um málskostnað styðst við 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 65. gr. laga nr. 80/1938. Málsástæður og lagarök stefndu Stefndu benda á að verkfallsboðun ber i það skýrt með sér, að stefndi RSÍ boði verkfall fyrir hönd aðildarfélaga sinna og hafi ekki boðað verkf all eitt og sé r . Stefndu vísa jafnframt til þess að þar sem RSÍ sé stefnt vegna tveggja tilgreindra stéttarfélaga rafiðnaðarmanna . Af þeim ástæðum beri að skilja málatilbúnað stefnanda þannig að framsal hinna stefndu stétt arfélaga á samningsumboði geti ekki , með vísan til 14.gr. laga nr. 80/1938 , hafa falið í sér 4 framsal á heimild til þess að taka ákvörðun um að efnt sku li til atkvæðagreiðslu um verkfall . Jafnframt verði að líta svo á að stefnandi telji að sú heimild sé óframseljanlegur hluti af einkarét ti stéttarfélaga til boðunar verkfalla. Stefndu kveða fyrstu málsástæðu stefnanda byggja á misskilningi. Verkfallsboðun sú , sem tekist er á um, verði ekki skilin þannig að stefndi RSÍ hafi boðað verkfall eitt og sér. Eins og skýrt komi fram á framlögðum kjörseðli og tilkynningu um boðun hafi ákvörðun um boðun atkvæðagreiðslu um verkfall og boðun verkfallsins sjálfs í kjölfar hennar verið tekin á grundvelli sérstakra umboða þeirra stéttarfélaga sem hlut eiga að máli. Stefndu mótmæla málsástæðu stefnanda sem lýtur að því að samkvæmt 14. gr. laga nr. 80/1938 sé stéttarfélögum óheimilt að veita umboð til þess að taka ákvörðun um að boðað skuli til atkvæðagreiðslu um verkfall til sameiginlegrar samninganefndar fleiri stéttarfélaga . O rðskýring stefnanda á hugt akinu í lögum nr. 80/1938 sé andstæð þeirri meginreglu 3. gr. sömu laga um að stéttarfélög r áði málefnum sínum sjálf með þeim takmörku num, sem sett eru í lögunum . Hafi sjálfstæði stéttarfélaga að þessu leyti ítrekað verið staðfest af Félagsd ómi og bæði 2. og 3. gr. laganna hafi verið túlkaðar þannig að ákvæðin eigi ekki einungis við stéttarfé lög, heldur geti þau einnig tekið til sa mbanda stéttafélaga, sem þau haf a myndað , sbr. m.a. dóm í máli Félagsdóm s nr. 4/1961. Hugtakið stéttarfélag ber i því hvorki að túlka samkvæmt orðanna hljóðan né þröngt. Þá beri ekki að skýra lö gin svo þröngri skýringu sem stefnandi geri , heldur til samræmis við markmið þeirra og í ljósi þess frelsis sem lög og stjórnarskrá áskilji stéttarfélögum. Stefndu byggja einn ig á því, að með vísan til 3. gr. laga nr. 80/1938 , sbr. og 74. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sbr. 12. gr. laga sbr. 97/1995 , um breytingu á henni , og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu , sbr. lög nr. 62/1994, sé stéttarfélögum heimil t, meðan lög nr. 80/1938 mæli ekki sérstaklega og skýrt fyrir um annað, að framselja samningsumboð sín samkvæmt lögum nr. 80/1938 með öllum réttindum og skyldum sem slíku framsali fylgir. Í því felist m.a. heimild til þess að framselja rétt til að taka ákv örðun um að boða til atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls til sameiginlegrar samninganefndar fleiri stéttarfélaga , hvort sem það er undir merkjum formlegs sambands stéttarfélaga eða merkjum óformlegs samningabandalags tveggja eða fleiri stéttarfélaga með aði ld að sömu deilu , eins reyndin sé um þá deilu sem sé tilefni þessara málaferla. Í þriðja lagi byggja stefndu á því , að breyting u þeirri, sem gerð var á lögum nr. 80/1938 með lögum nr. 75/1996 , hafi ekki verið ætlað að víkka eða þrengja umboð eða umboðsfra msöl stéttarfélaga , heldur hafi tilgangur hennar verið sá , sem komi fram í a lmennri greinargerð með breytingunni , að fella niður heimildir samninganefndar og félagsstjórnar eða trúnaðarmannaráðs samtaka atvinnurekenda eða stéttarfélaga til að ákveða vinn ustöðvun. Í stað þess skal slík ákvörðun tekin í almennri atkvæðagreiðslu eða með Tilgangurinn hafi ekki verið sá að þrengja heimildir stéttarfélaga til samvinnu sín í milli , þ.m.t. hvað varðar myndun sameiginlegra samninganefnda eins eða fleiri 5 stéttarfélaga á grundvelli lögformlegra umboða. Hins vegar skyldi rétturinn til þess að samþykkja eða hafna framsettri tillögu um boðun verkfalls vera félagsmanna og engra annarra. Þá ber i að horfa til þess, að óumdeilt er að stéttarfélög geta staðið saman að gerð kjarasamninga og komið fram á grundvelli umboða við gerð viðræðuáætlana, framsetningu krafna, viðræðna og viðræðuslita. Það sé í fullkominni andstöðu við þessar heimildir stét tarfélaganna og markmið laga nr. 75/1996 að túlka 14. gr. laga nr. 80/1938 svo þröngt að þessir sömu aðilar geti ekki ákveðið sameiginlega að lögð skuli fram tillaga u m atkvæðagreiðslu um verkfall. Ef litið yrði svo á, bæri að t úlka lagabreytingar þær , sem gerðar voru með lögum 75/1996 , þannig að eftir nána samvinnu, sameiginlegar viðræður og sameiginlegt mat á árangri viðræðna og viðræðuslit, skyldi deilunni vísað heim til hvers og eins stéttarfélags til meðferðar að nýju. Lög nr. 80/1938 , eins og þ au eru nú, geymi engar slíkar takmarkanir á samvinnu stéttarfélaga. Þvert á móti hafi verið leitast við að styrkja samvinn u þeirra við endurnýjun og gerð kjarasamninga með framangreindum breytingum . Túlkun gegn þeim markmiðum eigi sér enga stoð og sé jafnframt an dstæð því frelsi sem stéttarfélögum sé að lögum áski lið og rökstutt hafi verið hér að framan. Niðurstaða , sem fæli það í sér að takmarka bæri þennan framsalsrétt stéttarfélaganna , geti þýtt að verulega grafi undan stórum aðalkjarasamningum margra og ólíkra stéttarfélaga og sambanda þeirra í starfs - og atvinnugreinum. Það væri andstætt markmiðum og tilgangi laga nr. 80/1938, sérstaklega eftir þær breytingar sem gerðar voru 1996 og andstætt þróun í kjarasamningagerð hér á landi. Í fjórða lagi byggja stefndu á því, að með breytingum á lögum nr. 80/1938 með lögum 75/1996 hafi löggjafinn beinlínis staðfest og skýrt lögmæti á framsali samningsumboða stéttarfélaganna. Í greinargerð með 2. gr. frumvarps til laga nr. 75/1996 segi : Að gildandi lögum getur einnig lei kið vafi á hvort heimilt sé að fela sameiginlegri samninganefnd samningsumboð samningsaðila. Í 2. málsl. 1. mgr. eru tekin af tvímæli um að samninganefnd samningsaðila getur ákveðið að fela sameiginlegri samninganefnd samningsumboð sitt samkvæmt lögum og þ Þó tt ummælin í greinargerð fjalli um sameiginlega aðkomu að kjarasamningum , ve rði þau ekki skilin á annan veg en þann, að tilgangur lagabreytinganna hafi verið sá að staðfesta heimild til framsals á öllum þeim heimild um , sem í samningsumboðum stéttarfélaganna felast, þar á meðal heimildum til þess að ákveða að fara skuli fram atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls. Varðandi þriðju málsástæðu stefnanda um að óheimilt hafi verið að telja atkvæði félagsmanna þeirra stéttarfé laga , sem í hlut eiga , úr einum potti, byggja stefndu á því að þetta fyrirkomulag við talningu sé heimilt með vísan til þess frelsis sem stéttarfélögum sé áskilið af stjórnarskrá og lögum sem áður hafi verið gerð grein fyrir. Engar takmarkanir sé að finna að þessu leyti í lögum nr. 80/1938 og frekari höft á starfsemi félaganna en þa r greinir með skýrum hætti verði ekki lögð á starfsemi þeirra, sbr. 3. gr. laga nr. 80/1938 og staðfasta túlkun Félagsdóms á þessu ákvæði laganna. 6 Í öðru lagi byggja stefndu á því að það sé í samræmi við þau markmið laga nr. 80/1938 , eins og þeim var breytt með lögum nr. 75/199 6, að lausn kjaradeil na geti fengist þegar það á við á grundvelli samvinnu og sameiginlegrar aðkomu að gerð kjarasamninga og kjaradeilum. Þe ss vegna sé fullkomlega heimilt, ef það er ekki sérstaklega bannað, að félagsmenn tveggja eða fleiri stéttarfélaga taki þátt í sameiginlegri atkvæðag reiðslu um verkfall sem ætlað sé að þvinga fram nýjan sameiginlegan kjarasamning eða niðurstöðu um endurnýjun sameiginl egs kjarasamnings í deilu sem stéttarfélög þeirra standa saman að. Markmið laga nr. 75/1996 hafi m.a. verið að fækka verkföllum og vinnudeilum með vandaðri undirbúningi og samstarfi stéttarfélaga, kysu þau það. Sú túlkun stefnanda að skipta verði atkvæðagr eiðslum um verkföll milli þeirra stéttarfélaga , sem kosið hafa að vinna saman að einum og sama kjarasamningnum , þannig að fámennir hópar geti hindrað niðurstöður , sé andstæð markmiðum laganna og raunar andstæð þeim markmiðum sem aðilar vinnumarkaðarins haf i sett sér um aðkomu að kjarasamningum og skipulagi þeirra við frágang kjarasamninga á síðustu árum. Í þriðja lagi byggja stefndu á því að lög nr. 80/1938 og lög nr. 94/1986 geymi samkynja ákvæði um rétt stéttarfélaga og ekki annarra til þess að boða ver kföll , sbr. 14. gr. þeirra beggja , og því beri að túlka lögin með samræmdum hætti hvað þetta varðar. Lög nr. 94/1986 geymi einnig sams konar ákvæði og lög nr. 80/193 8 um aðferðafræðina við ákvarðana töku um verkföll. Í 15. gr. laga nr. 80/1938 segi að ef stéttarfélag ætlar að hefja vinnustöðvun er hún því aðeins heimil að ákvörðun um hana hafi verið tekin við almenna leynilega atkvæðagreiðslu með þátttöku a.m.k. fimmtungs Í 15. gr. laga nr. 94/1986 sé gengið lengra og komi þar fram að b oðun verkfalls sé því aðeins lögmæt að ákvörðun um hana hafi verið tekin í almennri leynilegri allsherjaratkvæðagreiðslu í hverju stéttarfélagi sem sé samningsaðili. Þrátt fyrir að 15. gr. laga nr. 94/1986 vísi með svo , hafi Félagsdómur komist að þeirri niðurstöðu að fleiri stéttarfélögum sé heimilt að láta greiða saman atkvæði um boðun verkfalls og telja atkvæði úr einum pott i. Það sé því í samræmi við dómafor dæmi Félagsdóms í málunum nr. 12/2001 og 13/2001 o g túlkun dómsins í samkynja deilum undir lögum n r. 94/1986 að líta svo á að þegar um sé að ræða náin tengsl tveggja eða fleiri stéttarfélaga í deilu um gerð eða endurnýjun kjarasamnings , sem þau bæði eða öll eiga aðild að og þar sem samningsumboðin atvinnurekendamegin séu öll á sömu hendi, komi lög ekki í veg fyrir að efnt sé til sameiginlegrar atkvæðagreiðslu um verkfall og að atkvæði verði talin úr einum potti. Þar sem lög geymi ekki ná nari ákvæði sem banni þennan hátt á atkvæðagreiðslu , sé hann heimill að þeim skilyrðum uppfylltum að um sé að ræða þá kjaralegu og samningslegu samstöðu sem áður er vísað til. Öll þau skilyrði séu uppfyllt í deilu aðildarfélaga RSÍ við stefnanda. Stefndu mótmæla þeirri málsástæðu stefnanda, að stefndu hafi engar launakröfur lagt fram og að kröfugerð in sé því svo óskýr að henni verði ekki framfylgt með vinnustöðvun , sbr. 14. gr. laga nr. 80/1938. Stefndu byggja í fyrsta lagi á því, að bæði hafi deilan snúis t um 7 launalið kjarasamnings aðila og stöðu hans og í öðru lagi , að jafnvel þó tt Félagsdómur fallist á það með stefnanda að launakröfur hafi ekki komið fram eða að þær hafi verið of óskýrar, verði 14. gr., 16. gr. og 17. gr. laga nr. 80/1938 ekki túlkaðar þ annig að vinnustöðvun sé einungis heimil til þess að knýja á um breytingu á launum en ekki á öðrum grunni. Stefndu benda á að viðræður aðila hafi staðið yfir frá hausti 2014. Kröfur stefndu hafi frá upphafi verið tvíþættar. Í fyrst a lagi að kjör starfsman na RÚV í aðildarfélögum RSÍ verði aðlöguð kjarasamningi ríkisins og í öðru lagi að gerður verði sérkjarasamningur um störfin. Frá upphafi hafi legið fyrir að sú aðlögun sem krafist er verði ofan á launatöflur í samningi SA og Samtaka rafverktaka annars veg ar og RSÍ vegna aðildarfélaga hins vegar, (SART - samningur) með auknum réttindum, hærri uppbótum o.fl, svo sem sjá megi af endurriti úr g erðabók ríkissáttasemjara og framlögðum samningstilboð um stefnanda 10. og 17. febrúar og 17. mars 2015. Hvorki hafi þv í skort á kröfur af hálfu stefndu né gagntilboð stefnanda um heildstæð kjör rafiðnaðarmanna hjá RÚV, hvort sem um er að ræða lágmarkskjör eða önn ur kjör og réttindi. Kröfur hafi því komið fram og þær hafi fengið bæði umræðu og skýr svör, með og án milligön gu ríkissáttasemjara. Stefndu byggja jafnframt á því, að jafnvel þó tt Félagsdómur komist að þeirri niðurstöðu að launakröfur hafi ekki komið fram eða að þær hafi ekki verið nægjanlega skýrar, þá hafi stefndu verið fullkomlega heimilt að slíta viðræðum til þess að knýja á um kröfu sína um að gerður verði sjálfstæður sérkjarasamningur um kjör rafiðnaðarmanna hjá RÚV á grundvelli óendurnýjaðs en gildandi lágmarkskjara samnings um störf rafiðnaðarmanna (SART - samnings) sem gil ti um kjör starfsmanna og gildi þar til n ýr tekur við. Þeirri kröfu hafi stefnandi staðfastlega hafnað, síðast í gagntilboði sínu 17. mars 2015. Lög nr. 80/1938 í heild og sérstaklega 14. gr. og 16. gr. þeirra verði ekki , andstætt skýru orðalagi þeirra, að skilja sem svo að til verkfalla megi einungis efna vegna krafna um tiltekin laun eða la unabreytingar. Þvert á móti mæli lögin fyrir um verkfallsheimild til þess að knýja á um krö fur í vinnudeilum eð a eins segi í 16. gr. að knýja fram breytin gu eða ákvörðun um kaup og kjör Einu takmarkanir að lögum varðandi boðun verkfalla sé að finna í tæmandi talningu 17. gr. laganna og krafa um sjálfstæðan sérkjarasamning f alli ekki undir takmarkanir greinari nnar. Niðurstaða Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Þrátt fyrir tilgreiningu í stefnu á aðild stefndu, verður að líta svo á að málið sé höfðað gegn Alþýðusambandi Íslands vegna Rafiðnaðarsambands Íslands fyrir hönd Félags tæknifólks í rafiðnaði og Félags rafeindavirkja. Samkvæmt 14. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, er verkfallsréttur bundinn við stéttarfélög. Til þess að stéttarfélag megi boða til verkfalls þurfa félagsmenn þess 8 að hafa samþykkt það með alme nnri, leynilegri atkvæðagreiðslu í samræmi við 1. mgr. 15. gr. laganna. Lög nr. 80/1938 standa því ekki í vegi að stéttarfélög framselji samningsumboð til landssambanda stéttarfélaga. Slíkt framsal getur hins vegar lögum samkvæmt ekki náð til verkfallsréttar, enda er hann bundinn við stéttarfélög samkvæmt 14. gr. laga nr. 80/1938. Samkvæmt fyrirliggjandi kjörseðli ákváðu miðstjórn og trúnaðarráð Rafiðnaðarsambands Íslands, fyrir hönd aðilarfélaga, og samninganefnd Rafiðnaðarsambandsins hjá Ríkisútvarpinu ohf., að efna til atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar til að knýja á um framgang krafna sinna um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulíf sins vegna Ríkisútvarpsins ohf. Líta verður svo á að skírskotun til aðildarfélaga á kjörseðlinum vísi til stéttarfélaganna Félags tæknifólks í rafiðnaði og Fé lags rafeindavirkja. Ágreiningslaust er að einungis starfsmenn Ríkisútvarpsins ohf., sem eru félagar í frama n greindum stéttarfélögum , höfðu atkvæðisrétt um verkfallsboðunina. Hins vegar er ljóst og óumdeilt að atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls var sameigi nleg meðal félagsmanna beggja stéttarfélaga. Þannig fór hvor ki fram atkvæðagreiðsla né talning á atkvæðum félagsmanna hvors stéttarfélags fyrir sig, heldur voru öll atkvæði félagsmanna beggja stéttarfélaga greidd og talin í einu lagi. Eins og atkvæðagreiðslu var háttað liggur ekki fyrir vilji félagsmanna hvors stéttarfélags um sig . Það er mat réttarins að slíkt samrýmist ekki ákvæðum 14. og 15. gr. laga nr. 80/1938. Rétturinn fellst ekki á þau sjónarmið stefndu að sú niðurstaða gangi gegn markm iðum laganna eins og þeim var breytt með lögum nr. 75/1996. Það er því álit réttarins að ákvörðun um boðað verkfall í máli þessu, sem koma á til framkvæmda hinn 26. mars 2015, uppfylli ekki skilyrði laga nr. 80/1938 og sé þegar af þeirri ástæðu ólögmætt. Rétt þykir að málskostnaður falli niður. D Ó M S O R Ð: V erkfall það , sem Rafiðnaðarsamband Íslands boðaði með bréfi , dagsettu 17. mars 2015 , vegna starfsmanna Ríkisútvarpsins ohf. og koma á til framkvæmda 26. mars 2015, er ólögmætt . Málskostnaður fellur niður. Arnfríður Einarsdóttir Ásmundur Helgason Guðni Á. Haraldsson Lára V. Júlíusdóttir Pétur Guðmundarson