Ár 201 9 , fimmtu daginn 7. mars , er í Félagsdómi í málinu nr. 2 /201 9 : Samtök atvinnulífsins gegn Alþýðusambandi Íslands f.h. Starfsgreinasambands Íslands vegna Eflingar - stéttarfélags kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Mál þetta var dómtekið 4. mars sl . Málið dæma Arnfríður Einarsdóttir , K olbrún Benediktsdóttir , Guðni Á. Haraldsson, Valgeir Pálsson og Dagný Aradóttir Pind . Stefnandi er Samtök atvinnulífsins, Borgartúni 35, Reykjavík. Stefndi er Alþýðusamband Íslands, Guðrúnartúni 1, Reykjavík, f yrir hönd Starfsgreinasambands Íslan ds, Guðrúnartúni 1, Reykjavík, vegna Eflingar - stéttarfélags, Guðrúnartúni 1, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda Stefnandi gerir svofelldar kröfur: Að viðurkennt verði með dómi að v erkfall það sem Efling - stéttarfélag boðaði með bréfi 1. mars 2019 og taka á til allra þrifa, hreingerninga og frágangs herbergja og annarrar gistiaðstöðu , þar með talið á göngum, salernum og í sameiginlegu rými, á öllum hótelum og gistihúsum á félagssvæði Eflingar og koma á til framkvæmda r 8. mars 2019 kl ukkan 10:00, sé ólögmætt . Að Efling - stéttarfélag verði dæmt til greiðslu sektar í ríkissjóð. Að stefnda verði gert að greiða stefnanda málskostnað að mati dómsins. Dómkröfur stefnda Stefndi krefst sýk nu af öllum kröfum stefnanda auk þess sem krafist er málskostnaðar úr hend i stefnanda að mati Félagsdóms, hver sem úrslit málsins verða . Málavextir Helstu málavextir eru óumdeildir. Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins og Eflingar - stéttarfélags og Ver kalýðs - og sjómannafélags Keflavíkur rann út 31. desember 2018. Á fundi hj á ríkissáttasemjara 21. febrúar 2019 lýsti stefndi, Efling - 1 stéttarfélag, því yfir að félagið teldi viðræður um endurnýjun kjarasamnings hafa reynst árangurslausar og því væri félagin u lögum samkvæmt heimilt að hefja undirbúning verkfallsaðgerða. Á fundi s amninganefndar stefnda 21. febrúar 2019 var samþykkt að láta fara fram almenna leynilega rafræna allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar meðal þeirra félagsmanna Eflingar - s téttarfélags sem ynnu samkvæmt kjarasamningnum í veitinga - og gistihúsum o g hliðstæðri starfsemi. Í tillögu um herbergja og annarrar gistiaðstöðu þ.m.t. á göngum, salernu m og í sameiginlegu rými á öllum hótelum og gistihúsum á því félagssvæði E flingar - stéttarfélags sem tekur til starfa á veitinga - og gistihúsum sem nánar tilgreint er lögsagnar umdæmi Reykjavíkur, Kópavogs, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar og Kjósarsýslu að Bo tnsá, Grímsnes og Grafningshrepps, Hveragerðisbæjar og Sveitarfélagsins Öl fus auk Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Vinnustöðvun ofangreindra félagsmanna er tímabundin og hefst kl . 10:00 að morgni 8. mars 2019 og lýkur kl . 23:59 þann 8. mars 2019 nema kjarasamn Í kjölfarið var birt auglýsing um að atkvæðagreiðlsa um tillögu samninganefndar stefnda myndi fara fram á framangreindum tíma og fór atkvæðagreiðslan fram svo sem boðað var. Með tölvu skeyti stefnanda til formanns og framkvæmdastjóra stefnda 24. febrúar var fyrirkomulagi atkvæðagreiðslunnar mótmælt og þeirri afstöðu stefnanda lýst að það bryti gegn ákvæðum 15. gr. laga nr. 80/1038 , um stéttarfélög og vinnudeilur, þar sem mælt væri fyrir um að ei nungis þeim , sem verkfal l væri ætlað að taka til , væri heimilt að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Var s korað á stefnda að fylgja ákvæðum laga um framkvæmd atkvæðagreiðslu um vinnustöðvanir. Stefndi svaraði erindi stefnanda með tölvu skeyti 25. febrúar 2019. Þar kom fram að atkvæ ðagreiðsla stefnda væri ekki reist á 2. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938. Ekk i var fallist á kröfu stefnanda um að stöðva atkvæðagreiðsluna. Atkvæðagreiðsla stefnda um verkfall hófst klukkan 10.00 mánudaginn 25. febrúar sl. og stóð til klukkan 22.00 fimmtuda ginn 28. sama mánaðar . Fyrir liggur að félagsmenn áttu þess kost að greiða atkvæði í rútu á vegum stefnda. Í greinargerð stefnda er því lýst að bæði í bifreiðinni og á skrifstofu stefnda hafi félagsmenn getað greitt leynilega atkvæði bréflega utan kjörfund ar en atkvæðagreiðslan hafi að öðru leyti verið rafræn. Stefnanda var a fhent v erkfallsboðun föstudaginn 1. mars sl . Þar kom fram að alls h efðu 862 greitt atkvæði af 7.950 félagsmönnum á atkvæðaskrá og hefðu 769 samþykkt verkfallsboðun. 2 Stefnandi telur boðað verkfall ólögmætt og því verði ekki hjá því komist að höfða mál fyr ir Félagsdómi því til staðfestu. Málsástæður og lagarök stefnanda Málsókn stefnanda byggist á því að atkvæðagreiðsla stefnda um framangreint verkfall hafi verið í andstöðu við fy rirmæli 15. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, og því s é verkfallið ólögmætt. Í 15. gr. laga nr. 80/1938 sé mælt fyrir um tvenns konar fyrirkomulag atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun . Annars vegar sé í 1. mgr. 15. gr. mælt fyrir um alm enn a atkvæðagreiðsl u með þátttöku að minnsta kosti fimmtungs atkvæðisbærra fél agsmanna samkvæmt atkvæða - eða félagaskrá. Sé þá heimilt að viðhafa póstatkvæðagreiðslu meðal félagsmanna og gildi niðurstaða, óháð þátttöku. Hins vegar sé í 2. mgr. 15. gr. mælt fyr ir um fyrirkomulag a tkvæðagreiðsl u sem eigi vi ð þegar vinnustöðvun sé einu ngis ætlað að taka til ákveðins hóps félagsmanna eða starfsmanna á tilgreindum vinnustað. Þá skuli ákvörðun tekin með atkvæðum þeirra sem vinnustöðvun sé ætlað að taka til með þátttö ku að minnsta kosti fimmtungs atkvæðisbærra félagsmanna samkvæmt atkvæða - eða félagaskrá. Í atkvæðagreiðslu stefnda h afi 7.950 félagsmenn haft atkvæðisrétt. Hafi stefndi byggt það á grófri áætlun um hversu margir félagsmenn stefnda störfuðu samkvæmt kjar asamningi stefnanda og stefnda , sem t a k i - , gisti - , þ jónustu - gildissvið kjarasamningsins sé afmarkað í gr ein 1.1. í samningnum . Stefnandi kveður ekki li ggja fyrir hvernig atkvæðaskrá stefnda hafi verið útbúin en hins vegar sé ágreiningslaust að verkfalli stefnda hafi einungis verið ætlað að ná til lítils hóps félagsmanna á atkvæðaskránni. Einnig sé óumdeilt að stefndi tel ji sig hafa fylgt ákvæðum 1. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938 um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar, m eðal annars ív ilnandi ákvæðum um póstatkvæðagreiðslu þar sem niðurstaða gildi , óháð þátttöku. Stefnandi tel ji þá framkvæmd andstæða lögum , enda sé ljóst samkvæmt 2. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938 a ð tillaga um vinnustöðvun, sem einungis sé ætlað að ná til ákveðins hóps f élagsmanna, verð i einungis borin undir þá félagsmenn sem vinnustöðvun er ætlað að taka til. Stefnandi bendir á að m eð setningu laga nr. 75/1996 hafi verið gerð grundvallarbreyting á lögum nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeildur. Vald til að ákveða v innustöðvun hafi verið fært frá trúnaðarmannaráðum og stjórnum samningsaðila til félagsm a nn a . Einungis félagsmenn skyldu taka ákvörðun um vinnustöðvun í leynilegri atkvæðagreiðslu. Í athugasemdum við frumvarp til laga um breytingu á lögum um stéttarfélö g og vinnudeilur, sem lagt hafi verið fyrir á 120. löggjafarþingi 1995 - 1996, l ög nr. 3 75/1996 , séu tekin af öll tvímæli um að atkvæðagreiðsla s amkvæmt 1. mgr. 15. gr. eigi ekki við þe gar vinnustöðvun sé einungis ætlað að ná til ákveðins hóps félagsmanna. Vi ð þær aðstæður ber i að beita reglu 2. mgr. 15. gr. laganna. Þar segi í reglur gildi um almennan vinnu markað rétt eins og nú gildi um opinbera starfsmenn. S íðan seg i : Við útre ikning fjórðungshlutfalls samkvæmt lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna er miðað við þá félagsmenn sem starfa hjá þeim sem verkfall beinist gegn, þ.e. fyrirtæki eða stofnun. Vegna lagasamræmis og þar sem auðveldara er að ná til afmarkaðs hluta féla gsmanna eða starfsmanna tiltekins fyrirtækis þykir eðlilegt að gera sams konar kröfu þegar vinnustöðvun tekur aðeins til tiltekins hluta félagsmanna, en ekki þeirra allra, eða aðeins til tiltekins fyrirtækis. Þarf þá helmingur atkvæðisbærra að taka þátt í atkvæðagreiðslu og meiri hluti þeirra að styðja tillögu um vinnustöðvun. Hér k omi fram sú skýra fyrirætlan að setja strangari reglur um þátttöku í atkvæðagreiðslu sé vinnustö ðvun e inungis ætlað að ná til hluta félagsmanna. Þar af leiðandi get i stefndi ek ki ákv e ðið að beita 1. mgr. 15. gr. um atkvæðagreiðslu sína til að forðast strangari reglur í 2. mgr. 15. gr. Þá bendir stefnandi á að í umfjöllun í athugasemdu nu m um sé reifuð sú almenna regla að heimilt sé að beita slíkri atkvæðagr eiðslu við ákvörðun um vinnustöðvun þannig að niðurstaða hennar gildi tekur aðeins til ákveðins hóps fé Af þessari athugasemd m e gi ráða að það sé ekki valkostur að beita ákvæðum 1. mgr. 15. gr. um vinnustöðvanir sem einungis eig i að ná til ákveðins hóps félagsmanna. Þá vísar stefnandi til þess að í umfjöllu n um 4. gr. frumvarpsins sé efnisregla 2. mgr. ákvæðisins rakin með eftirf arandi hætti : Ef vinnustöðvun er eingöngu ætlað að taka til hluta félagsmanna eða eins fyrirtækis er skv. 2. mgr. heimilt að taka ákvörðun þar um með atkvæðagreiðslu hlutaðeigandi f élagsmanna. Þá eru aðstæður orðnar fullkomlega sambærilegar við það sem ge rist meðal opinberra starfsmanna og því eðlilegt að krefjast sömu þátttöku og þar í atkvæðagreiðslu og sama stuðnings - óháð tilhögun atkvæðagreiðslu. Hér sé í athugasemdum áréttað a ð eðlilegt sé að krefjast tiltekinnar þátttöku í atkvæðagreiðslu þegar vin nustöðvun sé einungis ætlað að taka til hluta félagsmanna, óháð tilhögun atkvæðagreiðslu. Það þýði að aðila sé óheimilt að beita ívilnandi ákvæðum 1. m gr. 15. gr . laga nr. 80/1938 þe gar vinnustöðvun eigi einungis að ná til hluta félagsmanna. Öll umfjöllun í athugasemdum með framangreindu lagafrumvarpi sé í þá ein u átt að færa ákvörðunarvald um vinnustöðvanir til félagsmanna og þannig að þeir 4 félagsmenn einir hafi atkvæðisrétt sem eig i að leggja niður störf verði vinnustöðvun samþykkt. Stefnandi vísa r til þess að Félagsdómur h afi túlkað ákvæði laga nr. 94/1986 , um kjarasamninga opinberra starfsmanna, með skýrum hætti, sbr. m eðal annars dóm 6. apríl 2015 í máli nr. 12/2015 þar s em hafi reyn t á staðbundin verkföll aðildarfélags BHM. Í dómi sínum hafi F élagdómur rak ið þróun verkfalla og hvernig staðbundin verkföll hefðu orðið algengari. Vísað hafi verið til frumvarps til laga um breytingu á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur frá árinu 1996 og rakinn sá tilgangur löggjafans að gera aðstæður á almennum v innumarkaði fullkomlega sambærilegar við það sem gerist meðal opinberra starfsmanna. Í forsendum dómsins, þar sem lögmæti staðbundins verkfalls hafi verið samþykkt, segi: því að teljast eðlilegt að þeir einir sem leggja niður störf hafi þann ré tt að taka einir ákvörðun um hvort þeir fari í verkfall eða ekki en ekki að aðrir félagsmenn, sem halda áfram störfum, geti þar Í ljósi þess tilgangs löggjafans að samræma reglur á almennum markaði og þeim opinbera verð i að telja að dó mur Félagsdóms í máli nr. 12/2015 hafi fullt fordæmisgildi við túlkun á ákvæðum 15. gr. laga nr. 80/1938. Atkvæðagreiðsla stefnda um verkfall hafi verið andstæð skýrum lagaákvæðum og því ólögmæt. Verði það hins vegar niðurstaða Félagsdóms að atkvæðagreiðs la stefnda um verkfall 8. mars 2019 geti fallið undir ákvæði 1. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938, byggir stefnandi á því að ekki hafi náðst sú fimmtungs þátttaka sem áskilin sé og verkf allsboðun in sé því ólögmæt. Stefndi hafi aflað mikils hluta atkvæða með k jörfundum sem haldnir hafi verið fyrir utan einstaka vinnustaði félagsmanna. Formaður og aðrir starfsmenn stefnda hafi haldið fundi þar sem rætt hafi verið við félagsmenn og þeim afh ent kynningarefni og áskorun um að greiða atkvæði með verkfallsboðun. Atkv æðagreiðsla stefnda tel ji st álsliðar 1. mgr. 15. gr. laganna og falli hún því undir þá meginreglu 1. mgr. 15. gr. að fimmtungur félagsmanna samkvæmt félagaskrá þurfi að taka þátt í atkvæða greiðslu. Því marki hafi ekki verið náð og verkfallsboðun in sé því ólögmæt. Í stefnu tekur stefnandi fram að f jölmargir aðrir annmarkar hafi verið á fyrirkomulagi atkvæðagreiðslu st efnda sem leitt gætu til ógildingar hennar en stefndi tel ji að svo stöddu ekki þörf á að láta á þá framkvæmd reyna. Hann áskilji sér þó rétt til að höfða annað mál vegna þessara annmarka, telji hann ástæðu til, eða láta reyna á skaðabótaskyldu stefnda vegn a tjóns félagsmanna stefnanda. Stefnandi krefst þess að stefnda verði me ð dómi gert að greiða sekt í ríkissjóð í samræmi við 70. gr. laga nr. 80/1938, sbr. 65. gr. sömu laga. Um sé að ræða mjög alvarlegt brot gegn skýrum fyrirmælum laga nr. 80/1938 sem þ egar h afi valdið fjölda 5 fyrirtækja tjóni. Ákvörðun stéttarfélags um ólögle ga atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir með tilheyrandi tjóni sé eitt alvarlegasta brot sem hugsast get i á lögum nr. 80/1938. Því sé u skýrar forsendur til sektargreiðslu í ríkissjóð. Kr öfu sína um málskostnað byggir stefnandi á 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. 65. gr. laga nr. 80/1938. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi vísar til þess að eins og stefnandi leggi málið fyrir Félagsdóm sé óumdeilt að ágrein ingur málsaðila snúi st nú í fyrsta lagi um það , hvort stefnda hafi borið a ð láta einungis þá, sem verkfallinu sé ætlað að ná til, greiða atkvæði um tillöguna, líkt og stefnandi byggi á með vísan til 2. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinn udeilur , eða hvort stefnda hafi verið heimilt að láta fara fram rafræna le ynilega allsherjaratkvæðagreiðslu meðal allra félagsmanna í stefnda, sem taki laun samkvæmt þeim kjarasamningi málsaðila sem varðar vinnu í veitinga - og gistihúsum og hliðstæðri star fsemi, sbr. 1. mgr. 15. gr. sömu laga. Af hálfu stefnda er sýknukrafan byg gð á því að atkvæðagreiðsla um hina umþrættu vinnustöðvun sé lögmæt og í fullu samræmi við ákvæði laga nr. 80/1938 sem og venjur á vinnumarkaði. S vo sem vikið sé að í stefnu hafi v erið gerð umtalsverð breyting á ákvæðum laga nr. 80/1938 með setningu laga nr. 75/1996, meðal annars varðandi ákvörðun um vinnustöðv un í 15. gr. fyrrnefndra laga. Áður en nefnd lagabreyting hafi tekið gildi á árinu 1996 hafi vinnustöðvun aðeins verið heimi l ef ákvörðun hefði verið tekin: í fyrsta lagi með almennri leynilegri atk væðagreiðslu, sbr. nánar þágildandi ákvæði a - liðar 15. gr., í öðru lagi af samninganefnd eða félagsstjórn sem gefið hefði verið umboð til að taka ákvörðun um vinnustöðvun með almennr i atkvæðagreiðslu, sbr. nánar þágildandi ákvæði b - liðar 15. gr. eða í þrið ja lagi af trúnaðarmannaráði, ef lög viðkomandi félags hafi falið ráðinu slíkt vald, sbr. nánar þágildandi c - lið 15. gr. Allt frá gildistöku laga nr. 80/1938 og fram til ársins 1996 hafi framkvæmdin verið sú að ákvarðanir um staðbundnar verkfallsaðgerðir e ða takmarkaðar aðgerðir , sem bein i st að tilteknum fyrirtækjum, hafi ýmist verið teknar að undangenginni almennri atkvæðagreiðslu eða af trúnaðarmannaráði á grunni heimildar í félagsl ögum. Með setningu 3. gr. laga nr. 75/1996 hafi verið gerð b reyting á 15 . gr. laga nr. 80/1938. Við túlkun á 1. og 2. mgr. l agagreinarinnar verði að hafa hugfast að réttur til þess að stofna stéttarfélög sé sérstaklega varinn af 74. og 75. gr. s tjórnars krárinnar, sbr. 12. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, sem og 11. gr. man nréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Í 6. gr. f élagsmálasáttmála Evrópu, sem Ísland hafi fullgilt, sé enn fremur sérstaklega mælt fyrir um að aðilar sáttmálans skuli viður kenna rétt verkafólks og atvinnurekenda til aðgerða þegar hagsmunaárekstra r verði, þ ar á meðal verkfallsrétt. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 80/1938 eigi menn rétt á að stofna 6 stéttarfélög og stéttarfélagssambönd í þeim tilgangi að vinna sameiginlega að hagsmuna málum ve rkalýðsstéttarinnar og launtaka . Þar sé í 1 . mgr. 3. gr. tekið fra m að stéttarfélög ráði málefnum sínum með þeim takmörkunum sem sett ar séu í lögunum , sbr. 14. gr. laganna . Hugtakið vinnustöðvun sé sérstaklega skilgrein t í 19. gr. laganna en þar se gi að vinnustöðvanir séu verkbönn atvinnurekenda og verkföll þegar launame nn leggi niður venjuleg störf sín að einhverju eða öllu leyti í því skyni að ná tilteknu sameiginlegu markmiði. Sama gildi um aðrar sambærilegar aðgerðir af hálfu atvinnurekenda eða launamanna sem jafna megi til vinnustöðvunar. Stefndi bendir á að Félagsd ómur hafi slegið því föstu í úrlausnum sínum að verkfallsréttur sé meginregla og sæti þeim takmörkunum einum sem greindar séu í lö gum en af því leiði að undantekningar frá meginreglu nni beri að skýra þröngt. Vísar stefndi meðal annars til dóms Félagsdóms í málinu nr. 9/2000. Félagsdómur hafi einnig staðfest í úrlausnum sínum eftir gildistöku laga nr. 75/1996 að heimilt sé að boða til verkfalla sem bundin eru við tiltekna vinnustaði, t iltekna verkþætti, tiltekinn hóp starfsmanna eða sem markast af tímabundnu m lotum, sbr. meðal annars d óma Félagsdóms í málum nr. 4/2016 og 9/2016. Stefndi vísar til þess að orðalag 1. og 2. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938 sé s kýrt og ótvírætt. Bein orðskýri ng feli í sér þá meginreglu samkvæmt 1. mgr. að ákvörðun um verkfallsboðun eigi að taka við almenna leynilega atkvæðagreiðslu m eðal þeirra félagsmanna sem taki laun samkvæmt þeim kjarasamningi sem freistað sé að ná fram breytingum á, hér kjarasamningi stef nanda og stefnda sem varði vinnu í veitinga - og gistihúsum og hliðstæðri s tarfsemi, með þátttöku að minnsta kosti 20% atkvæðisbærra manna . Tillagan þu rf i að hljóta samþykki meiri hluta greiddra atkvæða. Heimilt sé að beita almennri leynilegri póstatkvæðagr eiðslu og sé þá ekki gerð krafa um að tiltekið hlutfall atkvæðisbærra féla gsmanna hafi tekið þátt. Þessi tilgreinda meginaðferð við ákvarðanatöku um verkfall sé tæk , án tillits til þess hvernig stéttarfélag hygg i st framkvæma vinnustöðvun í skilningi laga 8 0/1938, það er hvort um sé að ræða til dæmis allsherjarverkfall eða verkfa ll sem bundið sé við tiltekinn hóp félagsmanna eða tiltekinn vinnustað. Sé hins vegar ætlunin að boða til verkfalls sem bundið sé við ákveðinn hóp félagsmanna eða starfsmenn á tilgre indum vinnustað, sé stéttarfélagi , eins og berum orðum sé kveðið á um í 2. mgr. 15. gr., að lát a einungis þá sem verkfallinu sé ætlað að ná til greiða atkvæði um það. Undir þessum kringumstæðum eigi s téttarfélagið val og taki það ákvörðun um að b eita heimildarákvæði 2. mgr. 15. gr. og láta einungi s þá félagsmenn sem ve rkfalli er ætlað að taka til greiða atkvæði um verkfallsboðun, þurfi 20% að hafa tekið þátt í atkvæðagreiðslunni hið minnsta. Stefndi kveð ur framangreindan skilning fá stuðning í a thugasemdum með 4. gr. í greinargerð með frumvarpi því er varð að lögum 75 /1996 en greinin hafi orðið að 3. 7 gr. laganna . Þar komi meðal annars fram að valin sé aðalreglu að vinnustöðvun sé aðeins boðuð að fengnu samþykki f élagsmanna í leynilegri allsherjaratkvæðagreiðslu félagsmanna. Ekki er æ tlunin að torvelda félögum boðun vinnustöðvana heldur að tryggja lýðræðislega umfjöllun um slíka tillögu. Því marki má ná með öðrum hætti svo að ekki sé þörf á að krefjast tiltekinna r lágmarksþátttöku, þ.e. með almennri leynilegri póstatkvæðagreiðslu um ti llöguna þar sem kjörgögn eru send öllum atkvæðisbærum félagsmönnum til síns heima. Sé sá háttur á hafður er ekki gert ráð fyrir lágmarksþátttöku skv. 1. mgr. Ef vinnustöðvun er eingö ngu ætlað að taka til hluta félagsmanna eða eins fyrirtækis er skv. 2. mgr . heimilt að taka ákvörðun þar um með atkvæðagreiðslu hlutaðeigandi Stefndi mótmælir þeirri fullyrðingu stefnanda að atkvæðagreiðsla samkvæmt 1. mgr. 15. gr. undir þei m kringumstæðum , sem uppi séu í máli þessu , feli í sér að verið sé að beit a ívilnandi ákvæði. Þau ummæli í lögskýringargögnum, sem stefnandi vitni til í stefnu, séu tekin úr samhengi og breyti engu um framangreinda reglu og rétta orðskýringu ákvæðisins. Tilvitnuð ummæli eigi einvörðungu við um þá aðstöðu þegar tekin sé ákvörðu n um að beita heimildarákvæði 2. mgr. 15. gr. við atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun. Hefði löggjafinn haft í hyggju að lögfesta þa nn skilning sem stefnandi leggi nú í ákvæði 2. mgr. 15 . gr., hefði löggjafinn orðað ákvæðið með öðrum hætti og mælt fyrir um sky ldu til þess háttar atkvæðagreiðslu en ekki heimild. Tilvísun í lögskýringagö gnum til þeirra reglna sem gildi um opinbera starfsmenn samkvæmt ákvæðum laga nr. 94/1986, hafi enga sérs taka þýðingu gegn málatilbúnaði stefnda, enda hafi ekki verið um það að ræ ða að verið væri að l ögfesta sömu reglur og þar hafi gilt. Í því sambandi megi meðal annars benda á að í almennum athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögum 75/1996, undir kafla num , komi fram að , sem eftirleiðis mun gilda um almennan vinnumarkað, eru svipuð þeim sem nú eiga við um opinbera starfsmenn, en þó eru sett mun vægari skilyrði. Almennt er stefnt að því að samræma e ftir föngum reglur sem gilda hjá opinberum starfsmönnum og á almennum vinn umarkaði um gerð kjar asamninga og að samræma kröfur um þessi efni þannig að skilyrði til vinnust öðvunar verði í meginatriðum Því hafi l öggjafinn ekki verið að hlutast til um að sömu reglur myndu gilda við ákvarðanatöku um verkföll á almenna markaðnum samkvæmt ákvæðum laga nr. 80/1938 og hafi gilt um ákvarðanatöku á 8 opinbera markaðnum samkvæmt ákvæðum laga nr. 94/1986, enda séu aðstæður fé lagsmanna um margt ólíkar. Stefndi mótmælir t ilvísun stefnanda til dóms Félagsdóms í málinu nr. 12/2015, sem fjalli um staðbundið verkfall 13 félagsmanna í Stéttarfélagi háskólaman na á matvæla - og næringa r sviði hjá Matvælastofnun á grundvelli ákvæða laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna . Dómurinn h afi ekkert fordæmisg ildi gegn málatilbúnaði stefnda, enda varði hann túlkun á ákvæð i 15. gr. laga nr. 94/1986, sem haf i að geyma aðra og ólíka reglu en mælt sé fyrir um í 15. gr. laga nr. 80/1 938. Tilvitnuð orð í stefnu, sem tekin séu orðrétt úr dóm num, hafi að sama skapi enga þýðingu gegn m álatilbúnaði stefnda, enda verði stöðu þeirra félagsmanna stéttarfélagsins sem ver kfallið taldist ekki ná til í því máli , það er sem lögðu e kki niður störf , ekki jafnað við stöðu þeirra félagsmanna stefnda sem boðað verkfall 8. mars næstkomandi telst ekki ná til. Ólíkar reglur gildi til að mynda um möguleika atvinnurekenda til vinnustöð vana annars vegar samkvæmt ákvæðum laga nr. 80/1938 og hins vegar sa mkvæmt ákvæðum laga nr. 94/1986. Stefndi hafnar þeirri málsástæðu stefnanda til vara að þótt komist verði að því að atkvæðagreiðsla stefnda falli undir ákvæði 1 . mgr. 15. gr. laga nr. 80 /1938 sé verkfallsboðun stefnda allt að einu ólögmæt þar sem ekki hafi náð st sú fimmtungs þátttaka sem áskilin sé í ákvæðinu . Fyrir liggi að við atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hafi verið beitt almennri leynilegri rafrænni atvæðagreiðslu í stað póstatkvæ ðagreiðslu. Um heimild til þess að beita slíkri atk væðagreiðslu og réttará hrif vísi st til bókunar Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands hjá Ríkissáttasemjara 6. apríl 2017. Samkvæmt bókuninni hafi aðilar sammælst um að aðildarsamtökum A lþýðusamb ands Íslands væri heimilt að nota rafræna atkvæðagreiðslu í stað almennrar leynilegrar póstatkvæðagreiðslu um gerðan kjarasamning samkvæmt 2. málsl ið 3. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938 eða tillögu um vinnu stöðvun samkvæmt 2. málslið 1 . mgr. 15. gr. sömu laga. Í bókuninni segi að niðurstaða slíkrar rafrænnar atkvæðagreiðslu gildi óh áð þátttöku og án þess að aðildarsamtök Alþýðusambands Íslands eigi á hættu að gildi atkvæðagreiðslunnar verði dregið í efa fyrir dómi af þeim ástæðum. Stefndi vísar til bókunarinnar og byggir á því að stefnandi sé við hana bundinn. Niðurstaða atkvæðagreið slunnar gildi óháð þátttöku. Sú ákvörðun stefnda að bjóða félagsmönnum upp á þann möguleika að greiða atkvæði utan kjörfundar bréflega, geti ekki haft áhrif á gildi hinnar almennu le ynilegu rafrænu atkvæðagreiðslu, enda þess gætt í hvívetna að utankjörfund aratkvæði væru meðhöndluð í samræmi við áður nefnda reglugerð Alþýðusambands Íslands og verklagsreglur. Við rafræna atkvæðagreiðslu samkvæmt samkomulagi Alþýðusambands Íslands og Sam taka atvinnulífsins sé stuðst við auðkenningu með íslyklum. Þar sem á kveði nn hluti félagsmanna hafi ekki aðgang að 9 tölvu eða noti st ekki við þá lykla eða rafræn skilríki, e n engin almenn opinber skylda sé til notkunar þeirra, hafi borið brýna nauðsyn til þ ess að stefndi b y ði upp á þátttöku í atkvæðagreiðslunni með því að greiða atkvæði utan kjörfundar á pappír með hefðbundnum hætti. Það hafi verið framkvæmt þannig að kjósandi hafi fengið tvö umslög auk kjörseðils . Annað umslagið hafi verið og í það hafi atkvæðaseðill kjósanda verið látinn eftir að hann tók a fstöðu. Umslagið hafi verið sett í annað stærra umslag sem síðan hafi verið lokað og áritað af kjósanda með nafni og kennitölu til þess að tryggja að ekki væri hægt að greiða atkvæði bæði rafrænt og bréflega. Engin óeðlileg afskipti hafi verið höfð af bréf legri atkvæðagreiðslu félagsmanna utan kjörfundar. Þá áréttar stefndi að framkvæmd atkvæðagreiðslunnar hafi verið í samræmi við nefnda reglugerð og verklagsreglur Alþýðusambands Ísla nds . Stefndi mótmælir því sem röngu að erið á , eins og fullyrt sé í stefnu. Engin málsástæða sé höfð uppi af þessu tilefni við úrlausn þessa máls af hálfu stefnanda og því óþarfi að reifa þau mótmæli stefnda frekar. Til þess sé þó áskilinn réttur á síðari stigum ef tilefni gefist til. Stefndi mótmælir s ektarkröfu stefnanda . Í málinu sé tekist á um ólíka túlkun aðila máls á ákvæði 15. gr. laga nr. 80/1938 um það hvernig haga megi atkv æðagreiðslu u m þá verkfallsboðun sem ætlað sé að standa hluta úr degi 8. m ars n æst k omandi og tak i einungis ti l tiltekinna starfa. Jafnvel þótt Félagsdó mur féllist á kröfur stefnanda sé ljóst að hvorki tel ji st vera um að ræða alvarlegt brot gegn ákvæðum lag a 80/1938 né líklegt hvað þá sannað að nokkurt tjón hafi hlotist af. Í þes su sambandi sé vert að minnast þess, hvað sem líði tilvitnaðri afstöðu stefnanda í kjarasamningsviðræðum á árinu 2015, að stefnandi virðist ekki ávallt hafa verið þeirrar skoðunar se m hann sé nú , ef marka m egi málatilbúnað hans í Félagsdómsmálinu nr. 4/201 6. Um laga rök vísar stefndi til ákvæða laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, sbr. lög nr. 33/1944, einkum 74. og 75. gr. , 11. gr. ma nnréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög 62/1994 , og 6. gr. f élagsmálasáttmála Evrópu. Stefndi byggir málskostnaðarkröfu sína á XXI. kafla laga nr. 91/1991, einkum 129. gr. og 130. gr., sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938. Krafa um virðisaukaskatt byggist á ákvæðum n r. 50/1988, um virðisaukaskatt, en stefndi reki ekki virðisaukaskattsskyld a starfsemi. 10 Niðurstaða I Mál þetta á undir Félagsdóm samkvæmt 1. tölulið 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. Hinn 1. mars 2019 tilkynnti stefnd i, Efling - stéttarfélag, stefnanda, Samtökum atvinnulífsins, að á fundi sam ninganefndar stefnda 21. febrúar 2019 hefði verið boðun vinnustöðvunar meðal þeirra félagsmanna Efl ingar - stéttarfélags sem vinna samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsin s og Eflingar - stéttarfélags og Verkalýðs - og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis vegna vinnu starfsfólks í veitinga - og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi og sem rann út þann 31. desember g frágangs herbergja og annarrar gistiaðstöðu, þar með talið á göngum, salernum og í sameiginlegu rými á öllum hótelum og gistihúsum á því félagssvæði Eflingar - stéttarfélags sem teku r til starfa á veitinga - og gistihúsum sem nánar tilgreint er lögsagnarumd æmi Reykjavíkur, Kópavogs, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar og Kjósarsýslu að Botnsá, Grímsnes og Grafningshrepps, Hveragerðisbæjar og Sveitarfélagsins Ölfus auk Hafnarfjarðar og Garðab r til, hefjast klukkan 10:00 að morgni 8. mars 2019 og ljúka að kvöldi sama dags klukkan 23:59 nema kjarasamningar hafi tekist fyrir þann tíma. Í tilkynningunni kom og fram að atkvæð agreiðsla hafi hafist 25. febrúar 2019 klukkan 10:00 og lokið 28. sama mán aðar klukkan 22:00. Á kjörskrá hafi verið alls 7.950 félagsmenn og atkvæði hafi greitt 862. Samþykkir verkfallsboðun hafi verið 769 og tillaga um verkfallsboðun hafi því verið samþyk kt með 89% greiddra atkvæða. Samkvæmt upplýsingum sem stefndi mun hafa ve itt á heimasíðu sinni um atkvæðagreiðslu þá sem að framan getur kom fram að kosningin færi fram á vefnum og kosning utan kjörfundar færi fram á skrifstofu stefnda auk þess sem bifrei ð yrði ekið milli vinnustaða til að safna utankjörfundaratkvæðum. Ekki er ágreiningur með málsaðilum að framkvæmd atkvæðagreiðslunnar hafi verið hagað með þeim hætti sem hér greinir. Stefnandi kveður framkvæmd atkvæðagreiðslunnar hafa farið í bága við ákv æði 2. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938, sbr. 3. gr. laga nr. 75/1996 um brey ting á þeim, auk skilningi síðari málsliðar 1. mgr. 15. gr. laganna. Stefndi hafnar þessu. Aðila gre inir einkum á um það hvort stefnda hafi verið skylt að haga kosningu um hi na fy r irhuguðu vinnustöðvun samkvæmt því sem mælt er fyrir um í 2. mgr. lagagreinarinnar eða hvort honum hafi verið heimilt að velja á milli þess að haga kosningunni á þann veg sem k veðið er á um í 1. mgr. eða á þann hátt sem segir í 2. mgr. 11 II Samkvæmt 1 . mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938, eins og því ákvæði var breytt með 3. gr. laga nr. 75/1996, er vinnustöðvun, sem félag atvinnurekenda eða stéttarfélag ætlar að hefja , því aðeins heim il að ákvörðun um hana hafi verið tekin við almenna leynilega atkvæðagreið slu með þátttöku að minnsta kosti fimmtungs atkvæðisbærra félagsmanna samkvæmt atkvæða - eða félagaskrá og að tillagan hafi notið stuðnings meiri hluta greiddra atkvæða. Í ákvæðinu se gir enn fremur að heimilt sé að viðhafa almenna leynilega póstatkvæðagreið slu meðal félagsmanna um tillögu um vinnustöðvun og gildir niðurstaða hennar þá óháð þátttöku . Í 2. mgr. lagagreinarinnar Nú er vinnustöðv un einungis ætlað að taka til ákveðins hóps félagsmanna eða starfsmanna á tilgreindum vinnustað og er þá heimilt að taka ákvörðun um vinnustöðvun með atkvæðum þeirra sem henni er ætlað að taka til. Þarf þá fimmtungur atkvæðisbærra að taka þátt í atkvæðagre iðslu og meiri hluti þeirra að styðja tillögu um vinnustöðv Í kafla u m helstu nýmæli í athugasemdum við frumvarp það, sem varð að lögum nr. 75/1996 um breyting á lögum nr. 80/1938, er vikið að þeim ákvæðum frumvarpsins sem lúta að ákvörðun um vinnustö Ef um er að ræða vinnustöðvun af hálfu tiltekins hl uta félagsmanna eða í tilteknu fyrirtæki þarf þó jafnan þátttöku helmings atkvæðisbærra þannig að fjórðungur atkvæðisbærra þarf að greiða tillögu atkvæði. pið er enn fremur að finna sérstakan kafla sem fjallar um ákvörðun um vinn ustöðum, en þar segir meðal annars : Við útreikning fjórðungshlutfalls samkvæmt lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna er miðað við þá félagsmenn sem starfa hjá þeim sem verkfa ll beinist gegn, þ.e. fyrirtæki eða stofnun. Vegna lagasamræmis og þar sem auðveldara er að ná til afmarkaðs hluta félagsmanna eða starfsmanna tiltekins fyrirtækis þykir eðlilegt að gera sams konar kröfu þegar vinnustöðvun tekur aðeins til tiltekins hluta félagsmanna, en ekki þeirra allra, eða aðeins til tiltekins fyrirtækis. Þa rf þá helmingur atkvæðisbærra að taka þátt í atkvæðagreiðslu og meiri hluti þeirra að styðja tillögu um vinnustöðvun. póstatkvæðagr Samkvæmt frumvarpinu er að jafnaði heimilt að beita póstatkvæðagr eiðslu við ákvörðun um vinnustöðvun þannig að niðurstaða hennar gildi óháð þátttöku. Sú undantekning nær þó ekki til ákvörðunar um vinnustöðvun sem tekur aðeins til ákveðins hóps fél agsmanna eða starfsmanna á tilteknum vinnustað. Framangreindar tilvitnan ir í athugasemdum við frumvarp það sem varð að lögum nr. 75/1996 gefa nokkra vísbendingu um að í hinum umdeildu ákvæðum 15. gr. laga nr. 80/1938 felist að við atkvæðagreiðslu um verk fall sem tekur til afmarkaðs hluta félagsmanna stéttarfélags eða starfsman na tiltekins fyrirtækis megi ekki beita 12 ákvæðum 1. mgr. greinarinnar, þ ar á meðal um póstatkvæðagreiðslu, heldu skuli við slíkar aðstæður fara eftir því sem mælt er fyrir um í 2. mgr . Á hinn bóginn segir svo í athugasemdum við 4. gr. frumvarpsins, sem varð Ef vinnustöðvun er eingöngu ætlað að taka til hluta félagsmanna eða eins fyrirtækis er skv. 2. mgr. heimilt að taka ákvörðun þar um með atkvæðagreiðslu hlutaðeigandi félagsmanna. Þá eru aðstæður orðnar fullkomlega sambærilegar við það sem gerist meðal opinberra starfsmanna og því eðlilegt að krefjast sömu þátttöku og þar í atkvæðagreiðslu og sama stuðnings óháð tilhögun atkvæðagreiðslu athuga semdum verður að telja að með skýrum hætti komi fram að í 2. mgr. greinari nnar felist heimild til að taka ákvörðun um verkfall með atkvæðagreiðslu hlutaðeigandi félagsmanna þegar verkfallinu er eingöngu ætlað að taka til hluta félagsmanna stéttarfélags eða eins fyrirtækis. Er þáverandi félagsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi þ ví sem varð að lögum nr. 75/1996 á 120. löggjafarþingi 1995 - 1996 sagði hann m.a. svo: Það hefur einnig verið á það bent að óeðlilegt sé að svipta félögin möguleikum á að boða til st aðbundinna aðgerða sem ná einungis til hluta félagsmanna öðruvísi en að fá samþykki stórs hluta félagsmanna í allsherjaratkvæðagreiðslu. Allt sé þetta sérlega íþyngjandi gagnvart stærri félögunum og geti raunar kallað á klofning þeirra og þar með fjölgun f élaga sem vart er þó brýn þörf á. Rétt þótti að taka mið af þessum athugas emdum. Því er lagt til að áskilnaður um þátttöku í allsherjaratkvæðagreiðslu um vinnustöðvun verði einungis 40% af því sem krafist er samkvæmt lögunum um kjarasamninga opinberra star fsmanna. Jafnframt er ákveðið að stéttarfélög geti efnt til almennrar póst atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna um tillögu að vinnustöðvun. Ef sú leið er farin þykir ekki efni til þess að gera sérstakan áskilnað um hlutfall þátttakenda enda félagsmönnum gefið besta mögulega færið á að gaumgæfa tillögu á heimili sínu, meta áhrif og a ðstæður og greiða atkvæði á öruggan og einfaldan hátt. Eru þetta sömu rök og eiga við um atkvæðagreiðslur um kjarasamninga. Auk þessa er heimilt að bera tillögu um vinnustöðvun sem e ingöngu er ætlað að ná til takmarkaðs hóps félagsmanna, t.d. á einum vinnu stað, undir atkvæði hlutaðeigandi félagsmanna einna. Þá eru aðstæður hins vegar svo líkar því sem gerist á vinnustöðum opinberra starfsmanna að rétt þykir að gera sömu kröfur um þátt töku og samþykki, þ.e. meirihlutasamþykki og 50% þátttöku. m ráðherra, einkum niðurlagi þeirra, verður að telja að skýrt komi fram það álit að í hinu umdeilda ákvæði 2. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938 felist heimild til að bera atkvæði undir h lutaðeigandi félgsmenn þegar verkfall tekur einungis til hluta félagsmanna eða því er beint að takmörkuðum fjölda fyrirtækja, en ekki skylda. Að vissu leyti gætir ósamræmis í þeim lögskýringargögnum sem að framan greinir. Engu að síður þykir sá löggjafarv ilji sem fram kemur í athugsemdum við 4. 13 gr. frumvarpsins og í ræðu félags málaráðherra öðru fremur vera skýr og ótvíræður um það að í 2. mgr. 15. gr. felist heimild til að haga atkvæðagreiðslu með þeim hætti sem þar greinir þegar vinnustöðvun er einungis æ tlað að ná til ákveðins hóps félagsmanna eða starfsmanna takmarkaðs fjölda vinnustaða, eins og átti við um þá atkvæðagreiðslu sem fram fór á vegum stefnda 25. til 28. febrúar 2019. Sá skýringarkostur samræmist á heimilt að taka ákvörðun um vinnustöðvun með atkvæðum þeirra sem henni e Er annar Gat stefndi því valið á milli þess að haga téðri atkvæðagreiðslu í samr æmi ákvæði 2. mgr. 15. gr. laganna ellegar 1. mgr. eins og hann gerði. II I Á heimasíðu Alþýðusambands Íslands, undir svokölluðum vinnuréttarvef, er að finna upplýsingar um almenna leynilega atkvæðagreiðslu. Þar segir að heimilt sé að viðhafa almenna ley nilega póstatkvæðagreiðslu meðal félagsmanna um tillögu um vinnustöðvun og gildir niðurstaða hennar þá óháð þátttöku. Þar segir einnig að hér sé um undantekningu að ræða sem nái ekki til ákvörðunar um vinnustöðvun sem taki aðeins til ákveðins hóps félagsm þarf ætíð fimmtungsþáttt öku, óháð því hvort um almenna leynilega atkvæðagreiðlsu er að ræða eða almenna leynilega póstatkvæðagreiðslu sbr. 2. mgr. 15. gr. laga nr. r verður ekki séð að þær séu þannig settar fram á heimasíðunni að stefndi, Efling - stéttarfélag, teljist vera bundinn af þeim hvað varðar framkvæmd hinnar umdeildu atkvæðagreiðslu. Í reglugerð um leynilega allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna aðilda r samtaka Alþýðusambands Íslands , sem samþykkt var í miðstjórn sambandsins 15. febrúar 2017, er í 11. gr. að finna ákvæði um rafræna atkvæðagreiðslu og hvernig slík atkvæðagreiðsla skuli framkvæmd. Í sérstakri bókun, sem gerð var á fundi hjá ríkissáttasemja ra 6. apríl 2017 og er undirrituð af hálfu Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins og ríkissáttasemjara, er gerð grein fyrir ákvæðum 11. gr. nefndrar reglugerðar og segir að samkvæmt þeim geti aðildarsamtök Alþýðusambands Íslands notað algerlega raf ræna atkvæðagreiðslu samkvæmt b. lið 1. mgr. 11. gr. þannig að niðurstaða hennar gildi óháð þátttöku og án þess að eiga á hættu að gildi þeirra verði dregið í efa fyrir dómi af þeim ástæðum. Segir í bókuninni nánar um téðan b. lið að kjörstjórn geti ákveði ð að atkvæðagreiðsla verði algerlega rafræn þannig að engin gögn þurfi að senda út og atkvæði megi skila með rafrænum skilríkjum eða Íslykli. Af málatilbúnaði aðila verður ráðið að ekki sé um það deilt að rafræn atkvæðagreiðsla samkvæmt 11. gr. reglugerðar innar megi koma í stað 14 póstatkvæðagreiðslu, sem kveðið er á um í síðari má lslið 1. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938, og með sömu réttaráhrifum og slík atkvæðagreiðsla hefur. Meðal gagna málsins eru allmargar ljósmyndir af bifreið þeirri sem stefndi notaði vi ð öflun svonefndra utankjörfundaratkvæða meðan á atkvæðagreiðslunni stóð. Á einni myndinni, sem birtist með frétt í dagblaði, má sjá formann stefnda standa fyrir aftan bifreiðina og snúa baki í hóp fólks sem ætla má að sé að ganga frá kjörfundargögnum í bi freiðinni. Í fréttinni er haft eftir formanninum að hann hyggist dómi gert grein fyrir því hvernig utankjöfundaratkvæðagreiðslunni var hagað. Í málatilbúnaði stefnanda ha fa ekki verið bornar sérstakar brigður á þá tilhögun. Ekki verður talið að það hafi verið andstætt ákvæðum 1. mgr. 15. gr. laganna að viðhafa atkvæðagreiðslu utan þess almenna kjörfundar sem fólst í hinni rafrænu atkvæðagreiðslu með þeim hætti sem stefndi gerði þannig að gera mætti þátttöku í atkvæðagreiðslunni mögulega fyrir al la félagsmenn sem á annað borð máttu taka þátt í henni. Af gögnum málsins verður ekki ráðið að formaður stefnda eða aðrir forsvarsmenn stefnda hafi haft slík afskipti af atkvæðagreið slunni að staðhæft verði að hún hafi ekki verið leynileg. Að öðru leyti þy kir stefnandi heldur ekki hafa skotið nægilegum stoðum undir málsástæðu sína hvað þetta varðar þannig að taka megi hana til greina. Verður því við það miðað að atkvæðagreiðslan hafi farið fram í samræmi við ákvæði 1. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938 að gættum ákvæðum í fyrrgreindri reglugerð um leynilega atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna aðildarsamtaka ASÍ. Að virtu því sem að framan greinir verður að telja ósannað að atkvæðagreiðsla st efnda, sem fram fór dagana 25. til 28. febrúar 2019, hafi farið í bága við lög og þar með að verkfall það sem boðað hefur verið 8. mars 2019 og atkvæðagreiðslan snérist um sé ólögmætt. Af þeim sökum kemur sektarkrafa stefnanda ekki til álita. Ber því að sý kna stefnda af kröfum stefnanda í máli þessu. Nokkurs vafa gætir um úrsli t málsins. Samkvæmt því og með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 , um meðferð einkamála, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938, þykir rétt að málsaðilar beri hvor sinn kostnað af má linu. D Ó M S O R Ð: Stefndi, Alþýðusamband Íslands fyrir hönd Starfsgre inasambands Íslands vegna Eflingar - stéttarfélags, er sýkn af kröfum stefnanda, Samtaka atvinnulífsins , í máli þessu . Málskostnaður fellur niður. Arnfríður Einarsdóttir Kolbrún Bened iktsdóttir Valgeir Pálsson Dagný Aradóttir Pind 15 Sératkvæði Guðna Á. Harald ssonar Mál þetta á undir Félagsdóm með vísan til 1. töluliðar 1. mgr. 44. gr. laga nr. 80/1938 , um stéttarfélög og vinnudeilur . I Með lögum nr. 75/1996 voru gerðar umtalsverðar breytingar á ákvæðum laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Þann ig var ákvörðun um vinnustöðvun færð frá stofnunum stéttarfélaga yfir til félagsmanna þeirra. Markmiðið með þessum breytingum var að tryggja að stuðningur félagsmanna stéttarfélaga v ið vinnustöðvanir væri til staðar og að tryggja lýðræðislega umfjöllun um slíkar tillögur. Þá var einnig upphaflegt markmið lagabreytingarinnar að samræma reglur um vinnustöðvanir milli hins almenna vinnumarkaðar og hins opinbera. Í 1. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938 er fjallað um vinnustöðvanir. Vinnustöðvun er samkvæmt ákvæðin u því aðeins heimil að ákvörðun um hana hafi verið tekin í almennri og leynilegri atkvæðagreiðslu með þátttöku a.m.k. fimmtungs atkvæðisbærra félagsmanna. Til þess að tillagan teljis t samþykkt þarf hún stuðning meiri hluta greiddra atkvæða. Samkvæmt ákvæði nu er slíkur þátttökuþröskuldur ekki til staðar ef viðhöfð er almenn leynileg póstatkvæðagreiðsla. Í lögskýringargögnum kemur fram að sú aðferð tryggi lýðræðislega umfjöllum um tillö guna og því þurfi ekki þátttökuþröskuld. Í umfjöllun löggjafans um pósta tkvæðagreiðslur er sérstaklega tekið fram að jafnan sé heimilt að beita póstatkvæðagreiðslu við ákvörðun um vinnustöðvun þannig að niðurstaða hennar gildi óháð þátttöku. Þá tekur lög gjafinn fram í lögskýringargögnum að sú undantekning , sem er notkun póstat kvæðagreiðslu, nái ekki til ákvörðunar um vinnustöðvun sem tekur aðeins til ákveðins hóps félagsmanna eða starfsmanna á tilteknum vinnustað. Í 2. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938 er a ð finna ákvæði er lý tur að vinnustöðvun er nær til ákveðins hóps félagsman na stéttarfélags eða félagsmanna ákveðins vinnustaðar . Í á kvæð inu segir að þegar svo st andi á sé heimilt að taka ákvörðun um vinnustöðvun með atkvæðum þeirra sem henni er ætlað að ná til. Um samþykkt slíkrar tillögu segir að hún þurfi að hljóta þátttöku fi mmtu n gs þeirra sem taki þátt í atkvæðagreiðslunni og helmingur þeirra þurfi að samþykkja. Í lögskýringargögnum í frumvarpi að lögunum kemur fram að með þessu séu aðstæður orðnar full komlega sambærilegar og við það sem gerist meðal opinberra starfsmanna og því sé eðlilegt að krefjast sömu þátttöku og þar í atkvæðagreiðslu og sama stuðnings óháð tilhögun atkvæðagreiðslu. Í upphaflegu frumvarpi var þátttökuþröskuldur þessi helmingur en v ar færður niður í fimmtung í meðförum Alþingis. Ekki er í 2. mgr. 15. gr. laga nr. 16 80/1938 sambærilegt ákvæði er lý tur að póstatkvæðagreiðslu eins og fram kemur í 1. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938. II Boðuð vinnustöðvun félagsmanna stefnda nær til vinnu þeirra á öllum hótelum og gistihúsum á félagssvæði stefnda Eflingar. Kjara samningur sá sem gild i r um kjör þessara sömu félagsmanna stefnda nær til mun fleiri vinnustaða. Ekki er ágreiningur með aðilum um að boðuð vinnustöðvun nær þannig einungis til hluta þeirra starfsmanna sem taka laun samkvæmt þeim kjarasamningi sem krafist e r breytingar á og fylgt er eftir með vinnustöðvun. Rétt er að taka fram að Verkalýðs - og sjómannafélag Keflavíkur á aðild að þessum sama kjarasamningi. Það er álit mitt að ekki s é hægt að líta fram hjá þeim athugasemdum er fram koma í lögskýringargögn um þess efnis að undanþága sú er lý tur að póstatkvæðagreiðslum geti ekki átt við atkvæðagreiðslur um vinnustöðvun þegar einungis hluti félagsmanna leggur niður störf. Því hafi stefn da veri ð óheimilt að notast við almenna póstatkvæðagreiðslu þegar greidd v oru atkvæði um boðaða vinnustöðvun hans sem koma á til framkvæmda þann 8. mars næstkomandi . Þannig greiddu ekki einungis þeir félagsmenn stefnda atkvæði er leggja eiga niður störf he ldur aðrir félagsmenn hans sem ekki leggja niður störf. Það samrýmist ekki að mínu áliti ákvæði 2. mgr. 15. gr. laga nr. 80/1938. Álit mitt er því að b oðuð vinnustöðvun félagsmanna stefnda sé ólögmæt. Að fenginn i þeirri niðurstöðu þarf ekki að fjalla um h vort form atkvæðagreiðslunnar hafi uppfyllt ákvæði laga nr. 80/ 1 938 , um st éttarfélög og vinnude ilur. Stefnandi gerir þá kröfu á hendur stefnda að honum verði gert að greiða sekt í ríkissjóð. Á þá kröfu fellst ég ekki enda er hér um lagalegan ágreining að ræða sem ekki hefur áður verið skorið úr um. Þá hefur stefnandi ekki sýnt fram á að stefndi hafi haft til þess skýran ásetning að brjóta gegn ákvæðum laga nr. 80/1938. Því því tel ég rétt að hafna þeirri kröfu stefnanda . Tekið er undir það með meirihlut a dómsins að nokkurs vafa gæti um þá túlkun er hér um ræðir. Því þykir mér rétt að hvor aðili um sig beri sinn kostnað af máli þessu. III Niðurstaða mín er því að verkfall það sem stefndi Efling - stéttarfélag boðaði með bréfi 1. mars 2019 og taka á til a llra þrifa, hreingerninga og frágangs herbergja og annarra gistiaðstöðu þa r með talið á göngum , salernum og í sameiginlegu rými, á 17 öllum hótelum og gistihúsum á félagssvæði Eflingar og koma á til framkvæmda 8. mars 2019 kl ukkan 10.00 sé ólögmætt. Stefnd i er sýkn af kröfu um greiðslu sektar í ríkissjóð. Málskostnaður fellur niður. Guðni Á. Haraldsson